Ungmennafélag Grindavíkur

Rashad Whack sendur heim

Rashad Whack hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík, en þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson þjálfari liðsins, í samtali við Víkurfréttir. Whack hefur átt nokkra ágæta spretti í vetur en hvorki verið stöðugur né mjög afgerandi sínum leik. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik sem hefur ekki dugað liðinu nógu vel, en Grindavík var spáð í toppbaráttuna fyrir tímabilið en situr í 8. sæti, þegar einn leikur er eftir á þessu ári.

>> MEIRA
Rashad Whack sendur heim
Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden

Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden

Grindvíska knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert 2 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården. Ingibjörg hefur leikið með Breiðablik undanfarin ár og vakti athygli liða á erlendri grundu eftir vasklega framgöngu með landsliðinu á EM í sumar. Ingibjörg, sem fædd er árið 1997, er uppalin í Grindavík en hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í efstu deild með Grindavík sumarið 2011.

>> MEIRA
Grindavík aftur á sigurbraut međ sigurkörfu á lokasekúndunni

Grindavík aftur á sigurbraut međ sigurkörfu á lokasekúndunni

Eftir rysjótt gengi í síðustu leikjum er Grindavík aftur komið á sigurbraut í Domino's deild karla eftir sigur á nýliðum Vals í Mustad-höllinni í gær. Í 39 mínútur eða svo var þó útlit fyrir að fjórði ósigur Grindavíkur í röð liti dagsins ljós en eftir ótrúlegar lokasekúndur lönduðu okkar menn sigri, 90-89. Dagur Kár var hetja Grindvíkinga að þessu sinni en hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,44 sekúndur voru til leiksloka.

>> MEIRA
Jón Axel stigahćstur - fékk hrós frá Steph Curry

Jón Axel stigahćstur - fékk hrós frá Steph Curry

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera frábæra hluti í bandaríska háskólaboltanum en á dögunum var hann stigahæstur í sigri Davidson á VMI háskólanum. Jón var með 22 stig og bætti við 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá setti hann 19 stig gegn stórliði UNC Tar Heels á dögunum en meðal áhorfenda í þeim leik var enginn annar en NBA goðsögnin Michael Jordan.

>> MEIRA
Grindavíkurnáttföt - fullkomin í jólapakkann!

Grindavíkurnáttföt - fullkomin í jólapakkann!

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG hefur hafið sölu á bómullarnáttfötum merktum Grindavík. Tilvalin gjöf í jólapakkann fyrir unga stuðningsmenn og iðkendur. Tracy tekur við pöntunum í síma 847-9767 og í tölvupósti á horne@simnet.is - Verð aðeins 3.500 kr. 

>> MEIRA