Ungmennafélag Grindavíkur

Nágrannaslagur af bestu gerđ í Mustad-höllinni í kvöld
Nágrannaslagur af bestu gerđ í Mustad-höllinni í kvöld

Grindavík tekur á móti nágrönnum okkar úr Njarðvík í Dominos-deild kvenna í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni og er ekki spáð góðu gengi í vetur en þær hafa engu að síður unnið 2 af fyrstu 3 leikjum vetrarins. Grindavík er að glíma við meiðsli lykilmanna og má því búast við hörkuviðureign í kvöld.

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar er auglýst eftir áhugasömum aðilum sem eru til í að taka að sér leikmannakynningar á kvennaleikjum í vetur:

„Sæl öll !! Þó rigni eld og brennistein eru stelpurnar klárar í leikinn í kvöld í Mustad-Höllinni gegn nágrönnum okkar úr Njarðvík. Við erum að glíma við smá meiðsli en ætlum samt að taka sigur í kvöld. Hlökkum til að sjá ykkur.
Og annað. Það er aldrei nóg af fólki í kringum þetta batterý og nú auglýsum við eftir einhverjum eða einhverri sem getur tekið að sér að kynna á heimaleikjum kvennaliðsins í vetur. Hver sá sem þetta tekur að sér setur auðvitað sinn stíl í kynninguna. Koma svo....ekki vera feimin :) Áfram Grindavík !!“