Ungmennafélag Grindavíkur

Viđtal viđ Jón Axel í Morgunblađinu í dag
Viđtal viđ Jón Axel í Morgunblađinu í dag

Í Morgunblaðinu í dag er nokkuð ítarlegt viðtal við körfuknattleiksmanninn unga, Jón Axel Guðmundsson, en hann hélt í víking í haust til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika körfubolta með Davidson-skólanum. Skólinn er einn af sterkustu skólunum í háskólaboltanum vestra og ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Jóni. Jón er spenntur fyrir vetrinum og þeirri áskorun að spila fyrir einn af bestu skólunum en NBA stjarnan Stephen Curry lék með skólanum á sínum tíma.

Af mbl.is í dag:

Í sporum Stephen Curry

Jón Axel Guðmunds­son, einn þeirra leik­manna sem sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í körfu­bolta á EM í sum­ar, er að koma sér fyr­ir í Norður-Karólínu­ríki í Banda­ríkj­un­um þar sem hann tekst á við krefj­andi verk­efni. Jón er á samn­ingi hjá einu sterk­asta há­skólaliði sem Íslend­ing­ur hef­ur kom­ist í en þar er um að ræða Dav­idson-skól­ann sem sjálf­ur Stephen Curry lék með á sín­um tíma.

„Ég kom hingað út 17. ág­úst og mér líst mjög vel á. Dvöl­in hef­ur verið enn betri en ég átti von á," sagði Jón Axel og seg­ir um­gjörðina í kring­um körfu­boltaliðið vera eins og best verður á kosið. „Um­gjörðin, hvernig komið er fram við leik­menn­ina, æf­ing­arn­ar og styrktaræf­ing­ar er allt í hæsta gæðaflokki. Ég er mjög glaður hérna."

Þegar um er að ræða sterk lið í há­skóla­bolt­an­um þá er frem­ur sjald­gæft að nýliðar fái að spila á sínu fyrsta ári. Smám sam­an eru menn tekn­ir inn og fá svo alla jafna stór hlut­verk á þriðja og fjórða ári. Alla vega hjá bestu liðunum. Jón tek­ur því vissa áhættu með því að fara til liðs sem er talið vera á meðal 25 bestu liða í Banda­ríkj­un­um. „Ég tel þetta vera al­ger­lega und­ir mér komið. Mögu­leik­arn­ir eru til staðar ef ég stend mig. Þjálf­ar­inn, Bob McK­illop, er einn sá besti í sögu há­skóla­bolt­ans og hann hef­ur ekki sagt annað en að ég standi mig vel. Auðvitað er margt sem maður þarf að læra á fáum vik­um áður en tíma­bilið hefst. Ég þarf að reyna að læra sem mest á stutt­um tíma en í fram­hald­inu verður þetta spurn­ing um hversu mikið ég er til­bú­inn til að leggja á mig til að fá mín­út­ur inni á vell­in­um."