Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavík - Skallagrímur í kvöld - Rodriguez sennilega ekki međ
Grindavík - Skallagrímur í kvöld - Rodriguez sennilega ekki međ

Grindavík tekur á móti Skallagrími í Domino's deild kvenna í Mustad-höllinni í kvöld kl. 19:15. Nýr erlendur leikmaður Grindavíkur, Angela Rodriguez, hefur ekki enn fengið leikheimild, en liðið sem hún lék með í Rúmeníu fyrir áramót hefur ekki ennþá gengið formlega frá félagaskiptunum frá sinni hlið. KKÍ og FIBA eru bæði komin í málið en ólíklegt verður að teljast að það takist að greiða úr þessari flækju fyrir kl. 19:15 í kvöld. 

Það verður því mögulega á brattann að sækja fyrir okkur konur gegn sterku liði Skallagríms og hvetjum við Grindvíkinga því til að mæta á völlinn, gula og glaða, og hvetja okkar lið til sigurs.

Áfram Grindavík!