Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavík tapađi í Keflavík í hörkuleik

Grindavík sótti Keflavík heim í gær og eins og svo oft þegar Suðurnesjarisarnir mætast þá varð úr alveg hreint hörku viðureign. Grindavík byrjaði leikinn betur en náði aldrei að hrista Keflvíkingana af sér sem að lokum náðu undirtökum í leiknum og sigldu heim sigri, 93-88.

>> MEIRA
Grindavík tapađi í Keflavík í hörkuleik
Skráning félagsmanna UMFG - ert ţú félagi?

Skráning félagsmanna UMFG - ert ţú félagi?

Ungmennafélag Grindavíkur stendur nú fyrir átaki í að skrá sína félagsmenn. Það kostar ekkert að skrá sig og því fylgja engar kvaðir. Ávinningurinn fyrir UMFG er þó töluverður því fjöldi félaga ræður t.a.m. hlutfallslegri úthlutun af lottótekjum og hefur áhrif á fjölda fulltrúa félagsins á þingum UMFÍ. Hægt er að skrá sig á netinu hér á nokkrum sekúndum. 

>> MEIRA
Dregiđ í Maltbikarnum, Suđurnesjaslagir framundan

Dregiđ í Maltbikarnum, Suđurnesjaslagir framundan

Dregið var í Maltbikarnum í höfuðstöðvum KKÍ í dag og voru bæði Grindavíkurliðin í pottinum. Er skemmst frá því að segja að bæði lið fá grannaslag þar sem strákarnir heimsækja Ljónagryfjuna í Njarðvík og stelpurnar fá Keflavík í heimsókn. Ekki er búið að raða leikjum niður á keppnisdaga en leikið verður dagana 4.-6. nóvember

>> MEIRA
Grindavík áfram í bikarnum

Grindavík áfram í bikarnum

Grindavík er komið í 16-liða úrslit Maltbikars karla eftir nokkuð þægilegan sigur á FSu á Selfossi í gær. Leikurinn var full jafn framan af en heimamenn leiddu eftir 1. leikhluta, 20-18. Grindvíkingar tóku góða rispu í 2. leikhluta og leiddu í hálfleik, 38-51. Grindavík byggði svo upp forskotið í seinni hálfleik, lokatölur 72-92.

>> MEIRA
Krílatímar í júdó

Krílatímar í júdó

Miðvikudaginn 11. október kl 16:00-16:45, ætlum við að fara af stað með Krílajúdó. Um er að ræða 6 vikna júdó námskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Þetta eru léttar og skemmtilegar æfingar þar sem áherslan er á að börnin læri undirstöðuatriði íþróttarinnar gegnum leik. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum og kynna sér júdó. Skráning fer fram í Nóra kerfi UMFG.

>> MEIRA